14.11.2012 | 10:22
Vændi og þrælahald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 10:03
Samtaka hjón :)
Braust Vala Matt inn hjá þér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2012 | 09:52
Íslendingurinn!
Íslendingurinn!!
Það er ekkert svo illt að ei megi af því læra
svo elsku vinur nú herða skalt þinn huga.
Láttu ekki kreppu sem allt og alla er að æra
úr þér kraftinn að slíta, því nú er að duga
Eða drepast eins og máltækið segir og sannar
með sögum og hetjudrápum kveðnum til forna.
Ísland með stórjökuls toppa tindrandi fannar
og tryllta vætti sem verndara landsins horna.
Drepsóttir, óveður eigi gátu oss grandað,
glóandi hraun né hafíssins voldugu breiður.
Nú hafa skálkar, vorri þjóðarskútu strandað,
syrgðu, æðrast ei, heldur rís og ver reiður.
Því reiður Íslendingur er sem ískaldur jökull
illviðris bál sem öngvum eirir né lýtur .
Öskrandi Nautið, Örninn snareygur, vökull.
Ógnandi Risinn og Drekinn er eldörvum skýtur.
Svo hví skyldi þá kreppan oss hrella og hræða
né hrekja oss brott frá okkar ískalda landi.
Þegar illviðri og eldgos sem brenna og bræða,
berjast við það sem er landsins forni fjandi.
Rísum upp bróðir,réttlætis krefjumst að vonum
reiðinni beinum að þeim er að henni hlúa.
Sök bíti sekan, ábyrgð skal öxluð af honum
er allt vildi eiga, undiroka og kúga.
Já komdu bara landsins forni fjandi.
Þið föllnu sálir er Græðgin í álög hneppti.
Sem hallir byggðu himinháar í sandi.
Hrappur er glópagullinu aldrei sleppti.
Og sjá, Ísland, aftur upp mun rísa,
undurfagurt og tignarlegt á að líta.
Íslenska þjóðin, íslensk tunga og vísa.
Ísland með sín eldfjöll og jökla hvíta.
BT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 01:18
Smá framhald um stríð.
Hörður Konungsskáld Bjarnason Það gildir einungis um stríð í lyðveldum, þar sem fólkið þarf að samþykja stríðið. I annarsskonar samfélögum er barist af öðrum ástæðum, og þar þarf ekki að segja fólkinu eitt né neitt.
Þú getur samt ekki sagt að stríð sé einungis morð, en líka valdabarátta smáhópa... Þá virkar ekki þetta "einungis".
I gömlum íslenskum lögum var skilgreint á milli dráp, morð, og réttdráp. Maður verður fyrst að samþykja mannréttindi, áður enn maður getur haldið það fram að það sé ólöglegt.
Fyrir um klukkustund via mobile · Líkar þetta
Bjarni Tryggvason Svartur almuginn hefur ekkert með það að gera hvort farið er í stríð eður ei, þessvegna get eg sagt, að þegar fallbyssufóðrið er brytjað niður á báða bóga á meðan valdhafar sitja óhultir og semja sín á milli um hagstæð endalok og "vinir" þeirra græða á vopnasölu þá er verið að fremja fjöldamorð. Sem betur fer þá hefur þú ekki upplifað stríð og megi allir vættir vernda þig frá því að kynnast því af eigin raun en eg held að þú komir ekki til með að skylja hvað eg er að reyna að segja þér eða viljir það hreinlega ekki. Kynntu þér söguna með því hugarfari sem mannkærleikur blæs þér í brjóst og kannski munt þú sjá ef ekki nú þá vonandi seinna að stríð er ekki háð af þeim sem hefja það heldur af saklausu fólki sem er neitt til að berjast og deyja þó það villji ekkert heitara en að komast heim. En þar eru eflaust allir dauðir svo ef þú heldur að það sé eitthvað hetjulegt við stríð þá skaltu hugsa betur og dýpra sonur sæll. Stríð er og verður morð á morð ofan. Ástarkveðjur þinn Pabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2012 | 21:10
Er húmor til í vændi?
Það líta ekki allir eins á þessi mál og hverjum finnst sitt en sumt er jú hálf fáránlegt í þessari umræðu og alveg utan við allan hryillingin sem er þar líka að finna þá eru alltaf fleiri en ein hlið sem þarf að huga að. Svo er það þessi hlið sem einn uppistandarinn veltir fyrir sér hèr å eftir. Það er ekki öll vitleisan eins :)
http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DEvWup8CG1nE&h=vAQGihl0K&s=1
Fjármagna neysluna með vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.11.2012 | 18:42
War is organised murder and nothing else.
Eg er búin að hafa mjög skemmtileg skoðanaskipti á facebook við syni mína tvo um stríð eftir að eg byrti mynd af einum eftirlifand hermanni úr fyrra stríði sem segir að stríð sé bara skipulögð morð og ekkert annað.!
Hér getið þið lesið þessar skemmtilegu vangaveltur okkar feðgana!
Hörður Konungsskáld Bjarnason hmmm... not quite sure I agree... war is also the physical manifestation of international politics, and represents the will of one nation to force the other nation to do what the first nation wants the second nation to do, large scale murder is simply one of the tools used to achieve this during war. The others are such things as destroying infrastructure, stealing resources such as food and water, imprisonment, and psychological warfare against a civilian population, which are also used in order to force the second nation to give in to the wishes of the first nation.
Harry Patch's view is very simplistic.
Í gær klukkan 16:50 · Líkar þetta · 1
Björn Natan Bjarnason When thousands of people are trying to kill you things get real simple real fast...
You are looking at it from an academic and outsiders point of view but he is looking at it from the inside and from living it. You have been thinking about it in front of your computer while he lived it and lost friends right in front of his eyes... Dear brother... sometimes or most times you should keep your mouth shut. Specialy when you dont have a clue about the topic at hand...
fyrir 22 klst. síðan via mobile · Líkar þetta · 2
Björn Natan Bjarnason But I still love you... ;-)
fyrir 22 klst. síðan via mobile · Líkar þetta
Bjarni Tryggvason Sonur sæll, fyrir það fyrsta þá væri mér þægð í því að þú skrifaðir hérna hjá mér á Íslensku þvÄ« þú hefur gott af því að æfa þig í því. Svo er það stríð sem hefur lítið með pólitík eða lönd að gera heldur er þetta oftast fámennir valdahopar sem eiga annaðhvort hagsmuna að gæta og þurfa að breyta valdahlutföllum í einhverju landi vegna viðskipta eða þurfa að selja vopn og þá oftast til beggja aðila. Fallbyssufóðrið sem sent er á vígvöllinn veit ekki fyrir hverju er verið að berjast heldur er neytt til að fara í stríð eftir velskipulagða áróðursherferð til að blekkja almenningminn sem er sá eini sem kemur til með blæða.
fyrir 21 klst. síðan · Líkar þetta · 2
Bjarni Tryggvason Og eg elska þig líka :))
fyrir 21 klst. síðan · Líkar þetta · 1
Bára Bryndís Sigmarsdóttir Gaman að sjá skoðanaskipti ykkar feðganna . Sá eldri skrifar af mannúð og visku en sá yngri já "academic" and very intellectual :-).
fyrir 21 klst. síðan · Líkar ekki við · 3
Kalli Rögnvalds Ef ég má blanda mér í fjölskyldusamskiptin og undirstrika það sem þú ert að segja Bjarni þá er hér ein af mínum uppáhalds tilvitnunum eftir þekktan stríðs-kall. Fyrirgefðu enskuna en ég nennti ekki að þýða þetta: "Why, of course the people don't want war … but, after all, it is the leaders of the country who determine the policy and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country."
Hermann Göring
Quote (dated April 18, 1946) at Nuremberg
fyrir 21 klst. síðan · Líkar ekki við · 3
Hörður Konungsskáld Bjarnason Faðir minn, ég reyndi, enn komst fljótt að því að ég gat ekki flutt fram rökstuðning minn eins vel og ég mundi vilja á íslenskri túngu, mér vantaði orðaforðann.
Enda sé ég ekki afhverju þú ert ósammála mér, í lýsíngu þinni þá ert þú að segja að stríð sé meira enn bara hreint morð, þótt að þú sért ekki sammála mér um smáatriðin um hvað stríð er.
Bróðir minn, þú segir það sjálfur, Harry sér þetta einungis frá einni hlið, sína eigin hlið. Stríð, þótt að hellingur af fólki sé að reyna að drepa HANN, þá er mikið annað um að vera á stóra sviðinu. Stríð er oft skipt inn í þrjú svið: Strategic level, operational level, og tactical level, eins og Antoine-Henri Jomini skifti stríði (og, bróðir minn, Jomini sat ekki á bakvið tölvuna sína), Strategic level er þann hluti af stríðinu sem hefur með það hvernig á að vinna stríðið, og þvínga óvin sinn að gefast upp. Operational Level talar um hvernig maður á að hefja og stjórna hernaðaraðgerðir; sem sagt flytja, fæða og klæða hermenn. Tactical level er hvernig maður á að vinna bardaga, sem sagt drepa óvininn. Harry Patch, sem hermaður, sér einungis síðasta hlutan, og einungis smáhluta af honum, því að bæði staðsetning og tímasetning er mikilvægir hlutir af the tactical level, ekki bara skotgeta hersins. Það er sem sagt mikið annað um að vera í stríði enn einungis það að drepa óvininn í stóru magni, ef svo væri þá hefði Sovíetríkin tapað seinni heimstýrjuöldinni (og með þeim bandamenn líka), og þýskaland líklegast unnið sá fyrri (og þá hefði sú seinni líklega aldrei byrjað).
fyrir 20 klst. síðan · Líkar þetta
Björn Natan Bjarnason Varþessi gaur kannski pólitíkus?
fyrir 7 klst. síðan via mobile · Líkar þetta
Hörður Konungsskáld Bjarnason Nei, hann var hermaður.
http://en.wikipedia.org/wiki/Antoine-Henri_Jomini
Kíktu líka á Carl von Clausewitz.
http://en.wikipedia.org/wiki/Carl_von_Clausewitz
Antoine-Henri Jomini - Wikipedia, the free encyclopedia
en.wikipedia.org
Antoine-Henri, baron Jomini(6 March 1779 – 24 March 1869) was ageneralin theFren...Sjá meira
fyrir 3 klst. síðan · Líkar þetta · Remove Preview
Bjarni Tryggvason Það breytir ekki grunnhugmyndinni að stríð getur aldrei orðið annað en skipulagt fjöldamorð og það hefur ekkert með hernaðartækni að gera né praktískum lausnum á flutnings og aðfánga vandamálum. Það hefur ekkert með það að gera að stríð er skipulagt morð á lágstêttum og sótsvörtum almuganum.
fyrir 3 klst. síðan · Edited · Líkar ekki við · 2
Bjarni Tryggvason En best finnst mér þó að þið synir mínir sem eg elska alveg takmarkalaust skuluð vera að skrifa og hugsa um svona hluti en ekki bara hvar næsta party sé :) Ást Pabbi
fyrir 3 klst. síðan · Líkar þetta · 2
Björn Natan Bjarnason Í hvaða her? Hjálpræðishernum?
Fyrir um klukkustund · Líkar þetta
Hörður Konungsskáld Bjarnason Björn Natan Bjarnason: Nei, í her Napóleons. Þú veist, stærsti herforing Evrópulanda.
Bjarni Tryggvason: Vandamálið hér, pabbi, er hlutin "and nothing else", því að sem sagt, það er mikið annað sem er hluti af stríði, og ekki BARA skipulagt morð... og svo held ég ekki að maður geti notað orðið "morð", það er ólöglegt dráp, þetta er meira dráp, frekar enn morð... svo getur maður líka sagt að þetta sé sjálfsvörn á báðum hliðum.
Enn hvað með kalda stríðið? það drap enginn neinn þar... hvar er morðið þar?
Fyrir 32 mínútum · Líkar þetta
Bjarni Tryggvason Napoleon var nú ekki stór, hann var bara 148cm held eg eða eitthvað nálægt þvÄ«.Það kalla eg ekki stóran mann
Fyrir 24 mínútum · Líkar þetta
Bjarni Tryggvason Hörður, stríð er þegar fólki er att saman og því talið trú um að það sé nauðsynlegt að drepa hvort annað svo það geti lifað af en sannleikurinn er oftast sá að stríðin eru hafin til að verja hagsmuni eða koma á hagsmunasamböndum fyrir litla valdahópa, alþjóðlega auðhringi og vopnasala. Með áróðursherferðum er fólki talið trú um að þetta varði heiður, þjóðhollustu, tryggð, trú, afkomu eða hverju því sem þarf til að fólk æsi sig upp í bardagaham og masseri af stað í stríð sem hefur ekkert með hamingju þeirra, afkomu eða trú að gera. Ekkert nema dauða. Fólk er fífl og er auðteymt ut hvaða vitleysu sem er. Hvernig stríð eru svo framkvæmd eða hvaða tækni er notuð eða hver vinnur er svo allt annað mál en um það er best að lesa sig til í bók Sun Tzu : The art of war. Sríð geta verið spennandi, skelfileg, hrillingur, rómantík, vinátta og svo má lengi telja en eitt eiga þau öll sameiginlegt að fólk er myrt og morð eru aldrei lögleg þó valdaelítur taki það upp hjá sér að "leifa" morð þegar það þjónar þeirra takmarki og græðgi í völd og peninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2012 | 10:40
Til hagræðingar!
Væri ekki þjóð ráð að í staðin fyrir að skrifa alltf sömu fréttirnar um ferðir sem falla niður þá væri það sett upp t.l.d : Herjólfur ferð 11.00 og 13.00 :SPILLING.
Þetta væri bæði til að mynna okkur á að landeyjar höfn var byggð þrátt fyrir varnaðarorð þar um og einhver hafði nú hag af því og einhver hefur ábyggilega hag af því ennþá og líka segði þetta okkur að landeyjarhöfn sé lokuð eins og vanalega. Síðan er hægt að nota plássið sem annars hefði farið í sömu gömlu tugguna fyrir t.l.d gamla góöa texta eftir t.l.d meistara Ása í Bæ ! Lifið heil.
Herjólfur siglir ekki vegna brots í innsiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2012 | 14:06
Russneski Bangsinn eða var það björninn?
Stóra bangsamálið vindur upp á sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 13:47
Jaguar minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2012 | 13:37
Ótrúleg lenska að þegja andleg veikindi í hel og vona að þau hvarfi.
Það hefur verið lenska hér að líta á andleg veikindi sem annarsflokks veikindi og ótrúlegt til þess að vita að fólki sÄ— vísað frá eða bara dælt í það lyfjum. Það er eins og að fótbrotnum væri bara gefið verkjalyf og vonað að þetta grói rétt saman og svo væri fólki bara hent út. Þarf virkilega að standa blóðspýjurnar ú ú fólki til að það fái hjálp. Eg þekki það á eigin kroppi hvað það getur verið erfitt að fá hjálp, stuðning og skilning á andlegum veikindum hvað þá viðurkenningu og ef ekki hefði verið nokkrir góðviljaðir vinir og vandamenn þá væri eg eflaust ekki á lífi lengur en ekki er það að þakka heilbrigðisyfirvöldum hvorki þessarar eða síðustu ríkisstjórnar(með litlum staf). Oftar en ekki þá veistu ekki eða gerir þér grein fyrir hvað er að gerast eða hvað er að koma fyrir þig. Þú ert einn og allt er að hrinja í kringum þig engin til að tala við eða leita til enda veist þú ekki með hvað þú ættir að leita til einhvers. Finnst ykkur þetta flókið? Þå ættuð þið að prufa að lenda niður í því helvíti sem þunglyndi er en þess óska eg ekki einusinni mínum versta óvini ja nema þá þeim sem vilja skera niður heilbrigðisþjónustuna okkar og stuðla þannig að því að fólk með andleg veikindi eða röskun eigi ekki í nein hús að vernda. Þökk sÄ— samtökum sem heita Hugarafl þá er enn skjól og skylning að fá ef þú veist hvert á að leita.
BT
Þunglyndir þurfa að bíða lengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)