Þegar trúin, óttinn og fáfræðin taka völdin!

Trúarbrögð sem ala á ótta við heiðurs -missi í bland við misskilið stolt, fordóma og fáfræði er það hættulegasta sem er á sveimi hér í heimi þessa dagana og ef þeir blandast svo við ofstæki og hreina heimsku þá skaltu hlaupa sem fætur toga. Skelfilegt þegar Menning og trúarbrögð hrekja fólk svona fram af vitsmuna klettinum. Ekki það að kristnir hafi verið eitthvað siðmentaðri í gegnum aldirnar en eitthvað höfum við jú færst framar á hrossinu, allavegana svona á yfirborðinu en fordómar og fáfræði haldast ennþá þétt í hendur og munu gera svo lengi sem trúarbrögð berjast á banaspjótum við að hafa rétt fyrir sér og hafa völd yfir sót svörtum lýðnum. Hvernig er hægt að dæma svona fólk hinumegin á hnettinum ,frá annari menningu og öðrum trúarbrögðum er stundum spurt og oft er fátt um svör en sú skylda foreldris að vernda og elska barnið sitt ætti að vera ofar öllu öðru og þegar óttinn við álit annara er það sterkur að þú drepur barnið þitt á sem kvalafyllsta hått þá hefur trúin og menningin brugðist og oftast vegna þess að fólki er haldið fáfróðu og illa upplýstu af valdhöfum og sjálfskipuðum málpípum Guðs.

mbl.is Sjá eftir því að hafa drepið dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.