12.11.2012 | 13:37
Ótrúleg lenska að þegja andleg veikindi í hel og vona að þau hvarfi.
Það hefur verið lenska hér að líta á andleg veikindi sem annarsflokks veikindi og ótrúlegt til þess að vita að fólki sÄ— vísað frá eða bara dælt í það lyfjum. Það er eins og að fótbrotnum væri bara gefið verkjalyf og vonað að þetta grói rétt saman og svo væri fólki bara hent út. Þarf virkilega að standa blóðspýjurnar ú ú fólki til að það fái hjálp. Eg þekki það á eigin kroppi hvað það getur verið erfitt að fá hjálp, stuðning og skilning á andlegum veikindum hvað þá viðurkenningu og ef ekki hefði verið nokkrir góðviljaðir vinir og vandamenn þá væri eg eflaust ekki á lífi lengur en ekki er það að þakka heilbrigðisyfirvöldum hvorki þessarar eða síðustu ríkisstjórnar(með litlum staf). Oftar en ekki þá veistu ekki eða gerir þér grein fyrir hvað er að gerast eða hvað er að koma fyrir þig. Þú ert einn og allt er að hrinja í kringum þig engin til að tala við eða leita til enda veist þú ekki með hvað þú ættir að leita til einhvers. Finnst ykkur þetta flókið? Þå ættuð þið að prufa að lenda niður í því helvíti sem þunglyndi er en þess óska eg ekki einusinni mínum versta óvini ja nema þá þeim sem vilja skera niður heilbrigðisþjónustuna okkar og stuðla þannig að því að fólk með andleg veikindi eða röskun eigi ekki í nein hús að vernda. Þökk sÄ— samtökum sem heita Hugarafl þá er enn skjól og skylning að fá ef þú veist hvert á að leita.
BT
![]() |
Þunglyndir þurfa að bíða lengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt Bjarni minn og velkominn á bloggið. Hér er maður alltaf sjaldan :-)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.11.2012 kl. 15:25
Innilega sammála.Finnst að fólk ætti að geta farið á heilsugæsluna og geta fengið tíma hjá heimilissálfræðingnum á sama hátt og hægt er að panta tíma hjá heimilislækninum.En það þarf mikið þjóðarátak til.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 16:31
Sumir skilja aldrei afhverju þunglynt fólk tekur sitt eigið líf, en þeir sem hafa lent í alvarlegu þunglyndi skilja það líklega all flestir, ég fékk allavega skilning á því í fyrsta og eina sinn sem ég upplifði alvarlegt þunglyndi. Þunglyndið varði sem betur fer stutt þó svo að tímarnir á undan og eftir hafi ekkert verið neitt sældarlíf, en það var þó skárra en þetta helvíti, skjálfti, svefnleysi, sviti o.s.frv. allt vegna andlegrar vanlíðan. Ætli það séu ekki í kringum 5 ár síðan ég lenti í þessu slæma þunglyndi, en málið er að ég veit að þessir erfiðleikar bættu mig sem manneskju og ég er mjög hamingjusamur í dag og það er því sorglegt að hugsa til þess að það sé fólk þarna úti sem gæti misst af bata og þeirri hamingju sem getur fylgt í kjölfarið útaf því að það er nánast ekkert eftir af geðlæknum í landinu og sálfræðingar kosta hálfan handlegg!
Ríkið þarf að taka sálfræðingana á sitt band og niðurgreiða kostnað sjúklinga til að koma í veg fyrir stórslys, þeir eiga svo að vísa einstaklingum í miklum vandræðum beint til geðlæknis í forgangsþjónustu.
Ég held að það myndi allavega hjálpa mikið í að koma þessum einstaklingum á réttan stað. Ég þekki nokkra sem hafa lent í slæmu þunglyndi og þvílíkt toppfólk, ljúft, tilfinninganæmt, skemmtilegt og bara allt frábært nema að það þarf hjálp til að koma sér á réttan stað andlega.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.