Vændi og þrælahald.

Því miður eru dökkar hliðar á mannlífinu og einna verst er þrælasala og þrælahald sem blómstrar enn sem aldrei fyrr. Þetta er risa iðnaður sem er rekin með köldu hjarta og algjörum skorti á mannkærleika eða meðaumkun. Fyrir nokkrum árum þá gaf eg út geysladisk sem heitir Svartar rósir og fjallar titillagið um svarta vændiskonu sem er kynlífsþræll á canary eyjum og örlítið stílfært lífshlaup hennar, sorgir og söknuður. Þetta er hlið á vændinu sem þarf að opna umræðuna um því ennþá er þetta hálfgert tabú og fólk trúir því varla að þrælahald sé enn við líð. Íslenskar vændiskonur eru flestar neislu og fjármagna hana með þessu og eins og þeir vita sem hafa verið í neislu þá ert þú ekki sjálfs þíns herra þegar neisla er annarsvegar. Það er allt lagt undir og eina sem skiptir máli er að fá og eiga meira dóp hvernig sem þess er aflað. Sorglegt staðreynd að þetta sé landlægt hér á Íslandi en við erum þó enn saklaus miðað margar aðrar nágrannaþjóðir okkar en við erum mjög viljug til að læra og öll af vilja gerð til að verða fullorðin þjóð með öllu sem því fylgir vændi,glæpum og ýmsum öðrum góðum löstum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband