16.11.2012 | 08:51
Tapa því sem þú átt ekki??
Hvernig getur þú tapað því sem þú átt ekki? Væri þjófurinn að tapa ef það væri sett upp,öryggiskerfi ? Og mindi hann hugsa svona ? Eg held ekki en íbðarlánasjóður er ekki heiðarlegur þjófur frekar en aðrir sem fela sig bak við úreltar og óréttlátar ákvarðannir sem eiga ekki við í dag. (Lög)
BT
BT
Myndu tapa 600 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 09:37
Tapa hverju ? Verðbætur á langtímalán er reiknuð stærð, bókfærð sem verðbótatekjur (þó þær innleysist ekki fyrr en seinna á lánstímanum) og þar með verður til bókfærður hagnaður sem hækkar óráðstafað eigið fé. Á móti þessu er eignfærð eignamegin verðbótaeign (og/eða hækkun útistandandi lána). Að lækka verðbæturnar er vissulega að lækka efnahagsreikninginn verulega, og auk þess að taka til baka reiknaðan hagnað. En tap er það ekki í þeim skilningi að hvernig áttu að geta tapað peningum sem þú hefur ekki í hendi ?
Jón Óskarsson, 16.11.2012 kl. 10:29
þó þær innleysist ekki fyrr en seinna á lánstímanum
Þessi fullyrðing er ekki í samræmi við reikningsskilareglur lánastofnana.
Að lækka verðbæturnar er vissulega að lækka efnahagsreikninginn verulega
Nei það er hvergi heimilt að færa ógreiddar verðbætur á höfuðstól, hvorki til hækkunar né lækkunar, svo það sem þú ert að lýsa getur ekki átt sér stað ef farið er að lögum við framkvæmd verðtryggingar.
En tap er það ekki í þeim skilningi að hvernig áttu að geta tapað peningum sem þú hefur ekki í hendi ?
Nákvæmlega. Það eru til dæmis engir peningar í Íbúðalánasjóði.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2012 kl. 11:23
Það er nú ekki búið að dæma í málinu svo þessar vangaveltur eru ótímabærar.
Öfugt við gengistryggðu lánin sem lá í augum uppi að vöru ólögleg, og óskiljanlegt að þeim hafi verið haldið áfram eftir að lögin, sem allir umsagnaraðilar voru sammála um að gerðu þau ólögleg, tóku gildi, eru engar líkur á að verðtryggðu lánin verði dæmd ólögleg.
Landfari, 16.11.2012 kl. 23:11
@Guðmundur: Fræddu mig um nákvæmlega hvernig þetta er bókað og hvernig á að bóka þetta hjá bönkunum. Ég bíð spenntur eftir skýringunni.
Hjá skuldaranum: (lögaðila) eru áfallnar verðbætur (sem koma til greiðslu síðar á lánstímanum) bókaðar sem verðbætur (fjármagnskostnaður), í rekstrarreikningi. Þar með hefur það áhrif á stöðu eiginfjár. Skuldamegin eru langtímalánin uppfærð sem nemur áföllnum verðbótum.
Skuldareigandi, hvort sem hann er banki eða annar aðili, á því vitaskuld að færa þetta með sambærilegum hætti (bara öfug formerki m.v. skuldarann).
Jón Óskarsson, 17.11.2012 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.