Atvinnulausir troðnir niður í svaðið.

Atvinnulausir Íslendingar fá greiðslur frá vinstri stjórninni fyrir að vaka fram eftir og horfa á Friends-þætti, samkvæmt fréttamiðstöðinni AMX, sem fjallar um desemberuppbót til atvinnulausra í pistli á vefsíðunni í dag.

Í pistlinum er kvartað undan því að atvinnulausir hafi sniðgengið störf á skyndibitastaðnum KFC og horfi þess í stað á sjónvarp fram á nætur, en fái engu að síður desemberuppbót.

„Nú ákvað svo vinstristjórnin að greiða þeim sem voru að vakna undir hádegi eftir erfitt gærkvöld yfir Friends þáttum sína verðskulduðu desemberuppbót,“ segir í pistlinum. „Hvaða rök gætu hugsanlega réttlæt desemberuppbót fyrir atvinnulausa? Horfðu þeir á fleiri sjónvarpsþætti í desember sem rændi þá tíma með fjölskyldu eins og þeir sem eru frá fjölskyldu frá morgni til kvölds vegna vinnu? Ef einhver hefur óttast desember í atvinnuleysi sínu þá þarf hann ekki að hafa frekari áhyggjur. Hann getur sleppt því að sækja um starfið á KFC sem var auglýst því ríkissjóður mun borga honum uppbót svo hann geti nú gert vel við sig. En hvaðan tók ríkissjóður peningana? Nú af raunverulega vinnandi fólki sem þá hefur minna úr að moða í desember en ella. Með því vill vinstristjórnin óska vinnandi fólki gleðlilegra jóla og hjálpa þeim atvinnulausu að kaupa næstu seríu af Friends.“

Vefurinn AMX er titlaður fréttamiðstöð og er eigandi og útgefandi Friðbjörn Orri Ketilsson. Athygli hefur vakið að fyrirtækið Skipaklettur, sem rekur vefinn, hlaut 25 milljónir króna í greiðslu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna árin 2007 og 2008, en Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, stefndi bloggaranum Ólafi Arnarssyni fyrir orð hans um að LÍÚ styrkti AMX með duldum fjárframlögum. Vefurinn, sem er til heimilis á sama stað og Morgunblaðið, fékk nýverið Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stjórnmálafræðiprófessor. Það var Samband ungra sjálfstæðismanna sem veitti verðlaunin.

Er þetta ekki ótrúleg skrif. Hvað er í gangi að sorpvefur eins og þessi geti tittlað sig sem fjölmiðill og haft svona ábyrgðarlaust fólk á sýnum snærum . Algjört skilningsleysi á málefnum atvinnulausra og ábyggilega ekki haft fyrir því að gá hvað KFC er að borga sem er örugglega lúsalaun og vondur vinnutími. En þetta er í stílnum við allt annað sem kemur úr þessari ått.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband