21.11.2012 | 08:10
Þjóðarmorð.
Það er klausa í fréttablaðinu sem er tekin af netinu og er eftir Evu Hauksdóttir. Hér kemur orðrétt lýsing Evu af Helförinni (Holocaust) : Saklaust fólk var handtekið, aðskilið frá ástvinum sínum og vistað í pestarbælum þar sem taugaveikisfaraldur geisaði, það var svelt,þrælkað, sumir voru pyntaðir og tugir þúsunda létu lífið. Klausa endar! Fyrir það fyrsta þá eiga allir að vita að það voru ekki tugir þúsunda sem létu lífið heldur milljónir en það er kannski óþarfi að eltast við svoleiðis tittlingaskít enda hvað eru einhverjar milljónir á milli vina. Eva er ekki að láta mannkynsöguna þvælast fyrir sér við skrif sín og auðvitað kemur það fyrir okkur öll en að halda því framm að einungis tugir þúsunda gyðinga hafi dáið í helförinni er ótrúleg sögufölsun. Þar fyrir utan þá er ástandið á Gasa skelfilegt og sorglegt að Gyðingar skuli vera í hlutverki böðulsins en það hafa þeir verið í marga áratugi. Eg samdi texta 1988 eða 1989 sem heitir Krossinn og fjallar um nákvæmlega þetta.
Eg ferðaðist um falda slóð
Forðaðist að tendra glóð
Feigðina eg fótum tróð
Í frelsarans helga landi.
Fallnar borgir, flúin lönd
Fegurðin dó í böðuls hönd
Og vináttunar brustu bönd
Í blóðugu handarbandi.
En hræsni, guðs orð hringnum loka
Hvar kiknar sá er krossinn ber.
Sakborningur í blindum hroka
Böðulsstarfið velur sér.
En hvar er sá er krossinn ber.
Með Guð sem bæði vopn og vörn
Varnalaus þar drepa börn.
Sem vængbrotin Dúfa er eltir Örn
Sem aldrei flugið missir.
Guð veit hvað er rangt og rétt
Biblíu lög og boð voru sett.
Með blóðugum höndum er henni flett
Meðan herinn á krossinn kyssir.
Svo mörg voru þau orð 1988-9 og enn í dag eru þau í fullu gildi og ekkert breytist nema þá tölur fallinna í heimstyrjöldinni síðari en kannski veit Eva eitthvað sem við vitum ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.