Að bera klæði á vopnin!

Þegar heilli þjóð er haldið í fangabúðum þá ætti engan að undra þótt uppúr sjóði annaðslagið og þegar annar aðilinn hefur einkarétt á ofbeldi og ræður yfir vopnunum og tækninni og hefur beint samband við eitt stærsta vopnabúr heimsins (USA) þá ætti ekki að koma á óvart þó samúð flestra sé með lítilmagnanum. Eg var alinn þannig upp að ef tveir deila þá er samúð mín með þeim sem er veikburða og getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Þeir sem nýðst er á eiga samúð og samhug minn vísan. Fyrir utan söguna um stofnum Ísraelsríki þar sem pólitík og hrossakaup réðu mestu um þó einnig hafi meðaumkun komið til að einhverju leiti þá er sorglegt að vita til að Gyðingar hafi hafið sömu utrímingarherferðina og þeir voru að koma undan þegar þeir tæmdu hvern bæinn og þorpið á fætur öðru með drápum og ofbeldi til að skapa sér lífsrými ( leben raum) en svona er sagan, hún endurtekur sig alltaf. Enn og aftur komum við að því að trúarbrögð koma í veg fyrir það að fólk geti lifað saman í sátt og samlyndi og alltaf er eg jafn hissa á að fólk skuli ekki vera orðið þreitt á að láta sjálfskipaða tengiliði við Guð ( sem notabene er innra með okkur öllum og finnst einungis þar ) etja því saman í stríð og ofbeldi til að sanna að þeirra trú sé sú eina sanna og svo er þetta SAMI Guð sem er verið að þræta um þegar kristni og muhamedstrú eru annars vegar. Ótrúlegt en satt. Reyndar finn eg fyrir smá fordómum þegar eg sé myndir af mönnum frá Gaza keyrandi um á mótorhjóli með nær nakið lík bundið aftan í og dragandi það um göturnar til þess að niðurlægja það sem mest sem aftur segir að sæmd og heiður eru ekki hugtök sem finnast í þessu stríði frekar en öðrum stríðum. En eg verð samt að muna að eg hef engar forsendur til að dæma þetta fólk því þarna eru aðstæður sem eingin getur upplifað af frásögnum heldur verður þú að lifa þarna til að skilja fyrringuna, óttan, hatrið, skelfinguna, niðurlæginguna og örvæntinguna sem ríkir í frelsarans helga landi. Svo lengi sem land tilheyrir ekki öllu mankyninu og völd og græðgi haldast í hendur við trúarfyrringu þá mun aldrei verða friður þarna frekar en annarsstaðar þar sem mennlegir breiskleikar fá að leika lausum hala. Ást og friður BT
mbl.is Vopnahléið hefur haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.