24.11.2012 | 21:06
Fordómar og fávíska.
Ekki er laust við að manni detti trúarbrögð í hug þegar kemur að fordæmingu á samkynhneigð enda vaða uppi fordómar, fáviska og algjör vöntun á umburðarlyndi og kærleika í flestum trúarbrögðum þó þau skilgreini sig sjálf sem mannkærleikann sjálfan holdi klæddan. Frændur okkar í Færeyjum eru gott dæmi um fólk sem er afvegaleitt af trúarbrögðum þegar kemur að samkynhneigð og eru flestir færeyskir hommar fluttir til Danmerkur eða Íslands eða eru hreinlega á bólakafi inni í skápnum og þora ekki fyrir sitt litla líf að koma út því þó þeir séu ekki teknir af lífi þá eru þeir ofsóttir þar. Svo þetta er ennþá mál sem þarf að berjast fyrir um allan heim að fólk fái að vera það sjálft.
Lífstíðarfangelsi við samkynhneigð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki rétt sem stendur í fréttinni, að dauðarefsingu hafi ekki verið beitt við samkynhneigð í Íran. Tugir homma hafa opinberlega verið hengdir þar.
Pétur (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.