Ískaldir fordómar

Það er sorglegt að sjá að flest blogginn um þetta séu full af fordómum og rasisma. Ekkert er hugsað út í að þarna er þjóð haldið í gettói eins og nasistar gerðu á sínum tíma og örvænting, örbyrgð og vonleysi allsráðandi. Það,er ekki skrítið þó öfgasamtök eigi greiða leið að fólki sem býr við þessar aðstæður og ef þú ætlar að dæma þetta fólk þá væri kannski ráð að þú dveldir smá tíma hjá því og reyndir á eigin skinni hvernig er að vera arabi á Gaza. Má vera að það breyttist eitthvað hljóðið en á meðan þú hefur bara yfirborðskenda vitneskju litaða af áróðri frá USA og Ísrael þá munu fordómar og fáviska ráða ríkjum. Mannúð, Samúð, Ást og friður !!
mbl.is Palestína verður áheyrnarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Og þú Bjarni ert svo viss um að þær upplýsingar sem þú hefur um málið eru réttar og þú vitir allt sem þarf til að geta komið með gilda ályktun?

Mofi, 30.11.2012 kl. 10:42

2 identicon

Mofi,Ég er alveg viss um að Bjarni er nógu skýr til að trúa ekki öllu sem hann heyrir.Ef þú heldur sjálfur að þessar fréttir um að rúmlega 100 palestínumenn hafi fallið í nýafstöðnum átökum séu bara áróður frá palestínumönnum er þér sennilega best að halda þér bara við bíblíulestur og útiloka þig frá umheiminum.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 11:12

3 Smámynd: Mofi

josef, heldur þú að það sé bara allur sannleikurinn og er nóg til að taka afstöðu í svona máli?  Skiptir það t.d. máli að Hamas byrjaði átökin, gerði sínar árásir frá íbúa byggð og helling af þeirra eldflaugum enduðu í íbúabyggð palenstínumanna?

Er það t.d. ósanngjarnt að Palestína viðurkenni Ísrael áður en Palestína sé viðurkennt sem ríki? 

Mofi, 30.11.2012 kl. 11:42

4 Smámynd: Ágúst Kárason

Vel mælt Bjarni!

Mofi, Zíonistar byrjuðu með einni sprengju eftir það fóru Palestínumenn að skjóta yfir.

Ágúst Kárason, 30.11.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Mofi

Ágúst, af hverju treystir þú þeim heimildum?   Það sem mig aðalega langar að fólk íhugi er að hérna er erfitt að vita hver sannleikurinn er, hver að ljúga og hver ekki.  Í því samhengi þá er gott að muna að Kóraninn gefur sínum fylgjendum leyfi til að ljúga ef það hjálpar málstaðnum.

Ég síðan spurði nokkra spurninga, væri gaman að sjá einhvern reyna að svara þeim.

Mofi, 30.11.2012 kl. 13:31

6 identicon

Ertu svolítið fróður um kóraninn Mófi.En til að svara spurningu þinni þá veit ég ekki annað en palestína viðurkenni Ísrael.Ertu ekki að rugla palestínu saman við Hamas.Af hverju dregur þú orð Ágústs í efa,hefurðu eitthvað fyrir þér í því?Og ég er ekki að tala um allan sannleikann en það er nóg til að taka afstöðu í þessu máli.Sem er að þegar tveir deila hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls en ekki hægt að fylkja sér bara um annan aðilann og láta fyrirfram gerða fordóma ráða för.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 14:09

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæll Bjarni

Aldrei kommenterað hjá þér fyrr, en Mofi er svo sætur, að ég má til með að kommentera þar sem hann birtir ásjónu sína.

Ef við rekjum sögu Palestínumanna og Ísraelsmanna, þá komumst við að þeirri undarlegu niðurstöðu að þeir eru af sama sauðarhúsinu, nefnilega báðir afkomendur Abrahams. Palestínumenn eru afkomendur Abrahams og Hagar hjákonu Abrahams, en Ísraelsmenn eru afkomendur Abrahams og Söru, hálfsystur Abrahams.

Því var löngu lofað af drottni þessara beggja afkomenda, Ísmaels og Ísaks, að eilífar erjur skyldu ríkja á milli þeirra og afkomenda þeirra um aldur og æfi. Svo, upphafsmaður þessara illdeilna er enginn annar en Abraham, sem þóttist heyra "rödd Guðs", en var eiginlega ekkert annað en einn af þeim 4% manna sem heyra raddir og sumir þeirra halda að þær séu frá einhverjum guði.

En Bjarni, ég gæti vel trúað þér til þess að lesa sögu Abrahams sem hefst í lok 11. kafla 1. Mósebókar á þessa leið:

 Er Tara var sjötíu ára, gat hann Abram, Nahor og Haran.

Í byrjun 12. kafla koma svo loforðin á færibandi:

Drottinn sagði við Abram: "Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á.

Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.

Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta."

Í 15. kafla 18. versi kemur æðislegt loforð:

18 Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: "Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Efrat:

Svo þú sérð að Palestínumenn fengu í raun ekkert loforð um land eins og afkomendur Ísaks. Afkomendur Ísmaels gátu bara étið það sem blés fram og til baka í eyðimörkinni.

Guð Abrahams vissi þetta allt fyrirfram og hefur sennilega haft mikla ánægju af þessu yfirvofandi erjum allt fram á okkar daga og sérlega skemmt þessa dagana.

Hann mun verða maður ólmur sem villiasni, hönd hans mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum.

Svo, við hvern er að sakast, nema þann guð sem Abraham og afkomendur hans hafa búið til í kolli sínum. Og margir kristnir um allan heim taka þátt í þessu hugarvíli.

Sigurður Rósant, 30.11.2012 kl. 14:10

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Frábær pistill hjá þér Bjarni, ég tek undir hvert einasta orð sem þú skrifar í þessum pisli þínum. Sem betur fer eru alltaf feiri og fleiri þjóðir heims að sjá að ísraelsmenn hafa engan áhuga á að semja um frið.

Takk fyrir þessi skrif Bjarni

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.11.2012 kl. 20:54

9 Smámynd: Mofi

Hvernig eiginlega getið þið sagt að Ísrael vilji ekki frið?  Palenstínumenn hafa fengið ótal tilboð um frið þar sem þeir fá sitt eigið ríki en vilja ekki sjá það.

Mofi, 30.11.2012 kl. 23:53

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Ísraelar hafa aldrei boðið Palestínumönnum neitt sem kallast geta sanngjörn friðartilboð. Meira að segja þeirra bestu tilboð geta vart talist annað en niðurlægjandi uppgjafaskilmálar. Þeir harðneita að skila öllum hernumdum svæðum heldur ætla að halda hlua af ólöglegum hernámssvæðum fyrir sig. Þetta er ekkert annað en landarán og ekkert sem réttlætir slíkt og þaðan af síður að það getu verið grunvöllur friðarsamkomulags. Þeir harðneita einnig að hleyða palestínskum flóttamönnum erlendis og afkomendum þeirra aftur til þeirra svæða sem þeir voru hraktir frá af hryðjuverkasveitum Zíonista þrátt fyrir skýlausan rétt þeirra á því samkvæmt alþjóðasamningum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Ísraelar hafa líka í hvert skipti sem einhverjir friðarsamningar hafa farið í gang hafið nýjar landránsbyggðir þó þeir viti að með slíku stöðvist friðarsamningarnir enda er slíkt skýrt bort á alþjóðalögum og með öllu óréttlætanlegt.

Ísraelar hafa verið árásaraðilinn í nánast öllum þeim stríðum sem þeir hafa háð við Araba.

Þetta er ekki hegðun þjóðar sem vill frið.

Sigurður M Grétarsson, 2.12.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.