Ágúst Ármann þorláksson

Eg fór að horfa á myndband sem tekið var upp á tónleikum sem haldnir voru í Neskaupstað til heiðurs og í minningu bekkjabróður míns Þrastar Rafnssonar. Þar spilum við vinirnir eg og Steinar Gunnarsson lagið okkar Heimþrá sem kemur út á disk Ä« náinni framtíð. En það sem eg vildi skrifa um er að í þessu lagi og myndbandi spilaði tónlistarhetjan okkar Ágúst Ármann með okkur á harmonikkuna og eg fylltist söknuði og trega við tilhugsunina um að hann væri allur. Ágúst var svona gúrú fyrir mér í öllu sem viðkom tónlist enda alfróður og eldhugi þegar kom að þessu hugarefni hans. Við félagarnir söknum hans mikið og er hann svolítið með okkur Ä« stúdióinu þvÄ« eg spyr mig oft: hvað myndi Aggi hafa gert núna og alltaf kemur sama svarið. Vanda sig og gefa ser tÄ«ma. Hugur minn leitar oft til Agga og mun efalaust gera um ókomna framtÄ«ð. Ást og friður ! Ef þú vilt horfa á þetta myndband þá er þetta slóöin : http://m.youtube.com/watch?v=m6YtWn6m660

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband