Vondur staður að vera á....

Eg held að fólk geri sér enga grein fyrir aðstæðum þarna og vandamálum sem svona mikill fjöldi flóttamanna hefur í för með sér.
Reynið þá að sjá fyrir ykkur 250.000 mans troðið saman í Herjólfsdal og umhverfis hann, í staðin fyrir 10-15.000 manns og ekki bara eina helgi heldur jafnvel árum saman og margfalda þau vandamál sem upp koma á venjulegri þjóðhátíð með ca. 40, nema þarna er ekki verið að reyna að halda uppi standard eða að heilla nokkurn mann. Eymd, skortur, sjúkdómar, ótti, vonleysi, reiði, ofbeldi, skelfing og svona mætti lengi telja, er það sem einkennir svona staði sem flóttamannabúðir eru og þar fölna okkar vandamál ef einhver gefur sÄ—r tima til að hugsa og finna til með öðrum. Vonandi þurfa Íslendingar aldrei að upplifa svona ástand hvorki sem gestgjafar né gestkomendur en ef það gerist þá skulum við vona að ummheimurinn hafi meiri samúð uppá að bjóða en Íslendingar hafa lagt til. Fyrir okkur eru þetta bara einhverjar tölur og svo flettum við bara framhjá þessum fréttum, þær eru jú frekar óþægilegar ekki satt ? Reynum að sýna smá samúð og taka ábyrgð sem hluti af mannkyninu og það gildir bæði hér heima og annarstaðar í veröldinni. Ást, friður og samúð. BT
mbl.is 250 þúsund flóttamenn í Jórdaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Bjarni, virkilega góð og mannleg færsla.

Kveðja úr bænum.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband