Kvennahræðsla og kærulaus fréttamennska!

Óhugnalegt að lesa þessar fréttir en holl lesning því það er ekki bara "þarna" sem þarf að taka til hendinni til að rétta hlut kvenna en karlaveldið hefur alltaf verið skíthrætt við að missa kúgunarstöðu sína gagnvart konum. Þarna eru lögin notuð gegn öllum tilraunum kvenna til að rísa upp og allt gert til að niðurlægja þær. Þessi ótti er því meira áberandi eftir því sem austar dregur virðist vera. Vonandi heldur þessi krafa um umbætur áfram að vaxa og breiðast út um heimsbyggðina.

Annað sem eg vil mynnast á eru vinnubrögð fréttamanna á Mbl sem og öðrum miðlum.það eru varlai tveir Innanríkisráðherrar á Indlandi frekar en í öðrum löndum :

en Innanríkisráðherra Indlands, Sheila Dikshit lýsti árásinni sem „skammarlegu andartaki“ í sögu þjóðarinnar. Hún gerði tilraun til að taka til máls í mótmælunum en var púuð niður af öðrum þátttakendum. Og svo :

Innanríkisráðherra Indlands, Ratanjit Pratap Narain Singh, sagðist vera niðurbrotinn eftir fráfall stúlkunnar. „Ég get aðeins fullvissað fjölskylduna um að stjórnvöld munu tryggja að morðingjar stúlkunnar fá hörðustu mögulegu refsingu og að dómur falli á sem skemmstum tíma,“ sagði Narain Singh í samtali við fjölmiðla.

Svona slæm vinnubrögð sem sést alltof oft rýra gildi og trúverðugleika fréttamiðilsins og eins og við höfum oft séð þá er beinlínis rangur fréttaflutningur og hroðvirknisleg vinnubrögð orðin regla frekar en undantekning. Eg er farinn að lesa fréttir með því hugarfari að " þær eiga eftir að breytast þegar fréttamenn fá einhverjar upplýsingar" !! Þetta er auðvitað ótækt og siðferðislega rangt en svona hafa fréttamenn búið um rúm sitt með ótrúlegu ábyrgðarleysi, ótrúverðugir og gráðugir í að selja, á kosnað sannleikanns, sem þeir þó fela sig bakvið þegar að þeim er sótt.
Einnig er umhugsunarvert að vegna " niðurskurðar" þá hefur kannski verið ráðið óreynt fókl sem fréttamenn, illamenntað eða hálfblinnt fólk í prófarkalestur( eða bara kærulaust) og stjórnendur sem er sama um allt nema sölu og eða pólitík. En allt ber það að sama brunni, fjölmiðlar verða meira og meira ótraustvekjandi og ó-á-mark-takandi.(flott orða skrýpi)
Eg sjálfur geri endalausar fljótfærnis villur þegar eg skrifa hér inni en eg krefst þess ekki að á mig sé litið sem riddara sannleikanns með rétt almennings til að VITA, sem hornstein vinnu minnar.


mbl.is Þúsundir mótmæla í Nýju-Delí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband